![Hljómsveitin Mammút hlaut þrenn verðlaun í kvöld, m.a fyrir plötu ársins í flokki popp- og rokktónlistar og fyrir lag ársins.]()
Hljómsveitin Mammút hlaut í kvöld Íslensku tónlistaverðlaunin fyrir Komdu til mín svarta systir sem var valin hljómplata ársins í flokki popp- og rokktónlistar. Platan Days of Grey eftir Hjaltalín var valin hljómplata ársins í opnum flokki. Mammút og Hjaltalín hlutu þrenn verðlaun hvor á hátíðinni.