![The Secret Life of Walter Mitty var tekin upp á Íslandi.]()
Engin erlend stórverkefni eru í hendi fyrir sumarið að sögn forsvarsmanna Saga film, Pegasus og True North. Hins vegar benda þeir á að gjarnan taki umleitanir stuttan tíma og því gæti enn vel farið svo að Íslendingar fái að sjá stórstjörnur sprangandi um Laugaveginn á blíðviðrisdegi.