![Valur Freyr á vaktinni á lyfjadeild Sjúkrahússins á Akureyri: Velti fyrir mér að læra svæfingahjúkrun, segir hann.]()
Valur Freyr Halldórsson hefur komið víða við enda vill hann hafa nóg að gera; slökkviliðs- og neyðarflutningamaður um árabil og trommari Hvanndalsbræðra, en lærir nú hjúkrun. Valur hefur lamið húðir í hljómsveitum síðan hann var níu ára en lagði kjuðana að mestu á hilluna um áramótin.