![Hátt í 200 manns hafa í kvöld tekið þátt í leitinni í Fljótshlíð. Leitarsvæðið er í og við Bleiksárgljúfur sem hér sést á myndinni.]()
Um 170 manns hafa leitað í kvöld að konunni sem enn er saknað í Fljótshlíð. Leitað er í og við Bleiksárgljúfur og hefur leitarsvæðið verið stækkað þar í kring, en enn hefur ekkert spurst til konunnar. Vinkona hennar fannst látin í gærkvöld og virðist sem þær hafi baðað sig í ánni.