![Pétur Kristján Guðmundsson.]()
Pétur K. Guðmundsson kvikmyndagerðarmaður flytur til Þýskalands í dag. Hann hyggst reyna að komast í tilraunaaðgerð sem mun hugsanlega gera honum kleift að fá aftur hreyfigetu í neðri hluta líkamans, en fyrir rúmum þremur árum féll hann fram af kletti í Austurríki og lamaðist fyrir neðan mitti.