Verkfall flugvirkja í dag hefur haft áhrif á ferðir þúsunda flugfarþega sem hafa þurft að breyta dagsetningum á flugum sínum. Mikið álag var á flugvellinum í gær og búast má við því sama á morgun þó voru þeir nokkrir sem mættu út á flugvöll í dag og komust að því að flugið þeirra hafði fallið niður.
↧