![Hunter]()
Hundurinn Hunter, sem slapp úr búri á Keflavíkurflugvelli fyrir fimm dögum, fannst í kvöld. Hunter var kominn út í hólma við Þórshöfn í Ósabotnum og óð eigandi Hunters sjálfur út í hólmann til að sækja hundinn. Ábending barst eigandanum um hund í hólmanum.