![Icelandair.]()
Flugvirkjafélag Íslands hefur ákveðið að aflýsa boðuðu verkfalli sem taka átti gildi klukkan sex í fyrramálið. Formaður félagsins sagði í samtali við mbl.is að félagsmönnum hugnist ekki að þingmenn ætli að setja lög á verkfallið og því var þessi ákvörðun tekin.