![Svein-Roald og Byrnja Pála með orðabækur landanna tveggja.]()
„Ég fór í bíltúr með ömmu upp að Hjörleifshöfða og fann þar flösku með bréfi í.“ Svona hófust kynni Brynju Pálu Bjarnadóttur og fjölskyldu hennar við hressa norska fjölskyldu sem kastað hafði flöskuskeyti í Atlantshafið í miðjum sjóræningjaleik, sex árum áður.