![]()
Stór aurskriða féll í nótt nærri byggð á Hjallavegi á Ísafirði. Skriðan féll ásamt stóru grjóti innan við hundrað metra frá byggð á veginum. Að sögn Teits Magnússonar, sem býr við Hjallaveg, er varnarskurður fyrir ofan byggðina sem sennilega hefði stöðvað för steinsins ef hann hefði fallið svo langt.