![]()
Foreldrar barna í Hvassaleiti funduðu í kvöld um þá ákvörðun borgaryfirvalda að hýsa miðstig Breiðagerðisskóla í húsnæði Hvassaleitis næstkomandi vetur. Í ályktun fundarins segir að ákvörðuninni sé alfarið mótmælt og að hún hafi verið tekin án lögbundins samráðs við skólaráð og skjólastjórnendur.