![Bærinn Sandfell í Öxarfirði.]()
Gunnar Björnsson, bóndi á Sandfelli, gagnrýnir yfirvöld almannavarna fyrir að fyrirskipa að rýma beri alla bæi í sveitinni ofan og neðan Sandár, austustu kvíslinni í Jökulsá á Fjöllum, ef til flóðs kemur. Slík rýming sé óþarfi, enda muni áin aldrei ná yfir þjóðveg 85 austan Jökulsárbrúar.