![Samhæfingarmiðstöðin í Skógarhlíð var virkjuð í kvöld í kjölfar nýjustu tíðinda.]()
Magnús Tumi Guðmundsson segir að mikil óvissa ríki um framhaldið í norðanverðum Vatnajökli. „Hvað er þarna ferðinni, það mun skýrast betur á morgun,“ sagði hann í samtali við RÚV í kvöld. Hann segir engin merki um eldgos á jarðskjálftamælum, en hann útilokar ekki að lítið eldgos hafi orðið sunnan við Bárðarbungu, mögulega fyrir nokkrum dögum.