![Gosið í Holuhrauni.]()
Gosvirkni í Holuhrauni er svipuð og undanfarna daga. Mikið gasstreymi er í og í kring um eldstöðina og hafa vísindamenn þurft að rýma svæðið endurtekið síðasta sólarhringinn vegna þess að gasstyrkur fór langt yfir hættumörk þegar vindátt breyttist skyndilega.