![Á myndinni sem fylgir afhendir Ólafur Þór Ólafsson forseti bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar Steinþóri Pálssyni bankastjóra Landsbankans áskorun um að endurskoða tafarlaust ákvörðun um lokun og falla frá þeim áætlunum.]()
Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar harmar ákvörðun Landsbankans um lokun útibús bankans í Sandgerði. Á fundi bæjaryfirvalda með Steinþóri Pálssyni bankastjóra fyrr í dag var skorað á hann og bankaráð Landsbankans að endurskoða tafarlaust ákvörðun um lokun og falla frá þeim áætlunum.