![Orkuveita Reykjavíkur]()
Rafmagn er komið á aftur eftir að háspennubilun varð í dreifikerfi rafmagns hjá Orkuveitu Reykjavíkur í kvöld. Þetta staðfestir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR í samtali við mbl.is. Rafmagn fór af víða í Reykjavík, en lesendur höfðu samband frá Bústaðahverfi, í Fossvoginum og allt að Laugardalnum.