![Lögreglan í Bretlandi]()
Samkynhneigður maður frá Swansea í Bretlandi blindaðist á öðru auga eftir að hafa lent í árás þar sem bensíni var skvett í andlit hans. Maðurinn, sem heitir Tyler Maddick og er tvítugur, segist hafa verið áreittur af hópi manna vegna kynhneigðar sinnar. Þeir hafi svo kastað bensíni á hann.