![]()
Rússneska varnarmálaráðuneytið segir í Twitter færslu í morgun að kafbáturinn, sem er leitað í sænska skerjagarðinum, sé hollenskur ekki rússneskur. Þetta kannast hollensk yfirvöld hins vegar ekki við og neita því alfarið, samkvæmt frétt Svenska dagbladet.