![Hafnarfjörður]()
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur stöðvað framkvæmdir við bílskúr í Hafnarfirði á meðan málið er til meðferðar hjá nefndinni. Leyfi fékkst fyrir framkvæmdinni árið 2002 en fyrst í sumar hófust framkvæmdirnar. Nágrannar vilja að leyfi verði fyrnt og grenndarkynning fari fram að nýju.