![Lögregla ræðir við Lárus Pál Birgisson framan við sendiráðið í júlí 2010.]()
Íslenska ríkið var í dag sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfum Lárusar Páls Birgissonar, sem betur er þekktur sem Lalli sjúkraliði. Lárus fór fram á bætur vegna handtöku hans fyrir utan bandaríska sendiráðið 1. október 2009 og 4. nóvember 2010, og óréttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi.