![Mikið hefur verið að gera á bráðmótöku Landspítalans í nótt og í morgun.]()
„Fólk byrjar nýárið misvel,“ sagði Hilmar Kjartansson læknir á bráðamóttöku Landspítalans, en mikið er búið að vera að gera þar í nótt og í morgun. Rúmlega 70 manns voru búnir að leita til deildarinnar á næturvaktinni þegar mbl.is ræddi við Hilmar kl. 9 í morgun.