![Hvítar rósir með nöfnum allra fórnarlamba Anders Behring Breivik var raðað upp við dómshúsið í Ósló í lok fyrstu viku réttarhaldanna.]()
Ung stúlka sem lifði af fjöldamorðin á Útey segir að það sé gott að fylgjast með réttarhöldunum. Fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik lýsti í dag gjörðum sínum og hugarástandi þann 22. júlí í smáatriðum, en þótt gefið væri færi á því ákvað enginn að yfirgefa réttarsalinn.