![Öryggisráð SÞ kom saman í New York í dag og greiddu allir fulltrúar þess atkvæði með tillögu um að fjölga eftirlitsmönnum í Sýrlandi.]()
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti fyrir stundu einróma með atkvæðagreiðslu að fjölga eftirlitsmönnum í Sýrlandi um 300 í þrjá mánuði. Lítið teymi eftirlitsmanna SÞ er nú í Sýrlandi til að fylgjast með því viðkvæma ástandi sem þar ríkir milli stjórnvalda og uppreisnarmanna.