![25 fjölskyldur fengu ferðastyrk Vildarbarna í dag.]()
25 börnum og fjölskyldum þeirra var afhentur ferðastyrkur úr sjóðnum Vildarbörn Icelandair í dag. Alls bárust um 300 umsóknir að þessu sinni. Markmið sjóðsins er að gefa langveikum börnum, foreldrum þeirra og systkinum, tækifæri til þess að fara í draumaferð sem þau ættu annars ekki kost á.