![Frá Gautaborg.]()
Íslenskir stjórnmálamenn og fjölmiðlar tala stundum um sænsku leiðina en tölvurisinn Apple gefur hugtakinu alveg nýja merkingu. Notendur Apple maps í Svíþjóð uppgötvuðu að næststærsta borg landsins, Gautaborg, hafði verið þurrkuð út af kortum Apple og ýmsir smábæir voru ekki þar sem þeir eiga að vera.