![Ólafur Darri Ólafsson leikur aðahlutverkið í Djúpinu.]()
Djúpið í leikstjórn Baltasars Kormáks er ekki á meðal fimm kvikmynda sem eru tilnefndar til Óskarsverðlauna í ár sem besta erlenda kvikmyndin. Verðlaunahátíðin fer fram í 85. sinn þann 24. febrúar nk. og þá verður tilkynnt hverjir muni hreppa gullstyttuna eftirsóttu.