Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var að vonum vonsvikinn eftir tap fyrir ÍR í átta liða úrslitum Símabikarsins í handknattleik karla, 24:20. Hann sagði að sóknarleikur liðsins hefði brugðist. Það sé helsta skýringin á tapi liðsins en vissulega komi fleira til.
↧