![Sjúkrabílar við Serhiy Prokofiev alþjóðaflugvöllinn í Donetsk.]()
Að minnsta kosti fimm eru látnir eftir að farþegaflugvél af gerðinni Antonov AN-24 brotlenti í borginni Donetsk í austurhluta Úkraínu í dag. Eldur kviknaði í vélinni sem var að flytja stuðningsmenn Shakhtar Donetsk til borgarinnar, en þar fór fram viðureign liðsins við Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu í kvöld.