![Sjómanninum var lyft ofurvarlega af stalli sínum í dag og síðan var brunað með hann upp í Árbæ.]()
„Mér fannst ekkert gaman að sjá hann svona í snörunni,“ segir Valborg Stefánsdóttir, íbúi við Kirkjusand í Reykjavík, um nágranna sinn til þriggja áratuga, styttu af sjómanni sem staðið hefur á Kirkjusandi frá árinu 1960. Styttan er farin upp á Árbæjarsafn í varðveislu vegna framkvæmda.