$ 0 0 Hugverkastofa Evrópusambandsins (EUIPO) hefur ógilt vörumerkjaskráningu bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods Ltd. á orðmerkinu Iceland í Evrópusambandinu. Fyrirtækið hefur tvo mánuði til að áfrýja úrskurðinum.