Háir vextir hræða atvinnurekendur frá því að taka lán til að ráðast í frekari fjárfestingar og uppbyggingu. Þá er óstöðug krónan einnig erfið viðureignar. Þetta segir Aðalheiður Héðinsdóttir, stofnandi og forstjóri Kaffitárs. Hún telur að mikil pappírsvinna kringum veitingahúsarekstur tengist gömlum kreddum um undanskot og svarta vinnu í greininni.
↧