![Martin Demichelis tekur Lionel Messi niður. Fyrir það fékk hann rautt spjald og Messi skoraði úr víti.]()
Sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu hófust í kvöld með tveimur bráðfjörugum leikjum. Stórleikur kvöldsins var viðureign Manchester City og Barcelona þar sem Börsungar fóru með 2:0 sigur af hólmi. Í Þýskalandi vann PSG svo öruggan sigur á Bayer Leverkusen.