![Á Háreksstaðaleið.]()
„Á þessum tíma er ekki boðlegt að taka skref aftur á bak í grunnþjónustu,“ segir Helgi Héðinsson, eigandi Dimmuborga Guesthouse í Mývatnssveit. Hann er ekki ánægður með fækkun mokstursdaga og samgöngur á svæðinu en fjöldi gesta hefur afbókað gistingu sína í vetur þar sem þeir komast ekki á staðinn.