![Íslenska U17 ára landsliðið.]()
Fyrsti leikur íslenska U17 landsliðsins í Evrópukeppninni í badminton fór fram í dag í Ankara í Tyrklandi. Liðið mætti Ungverjalandi og tapaði 1:4 eftir hörkuspennandi viðureignir. Margar þeirra voru tvísýnar og sigurinn gat fallið hvoru megin sem var.