![Matthew McConaughey er í aðalhlutverki í Interstellar.]()
Vinsælustu kvikmyndirnar vestanhafs þessa helgina eru teiknimyndin Big Hero 6 og geimmyndin Interstellar en sú síðarnefnda var tekin upp að hluta á Íslandi. Nái myndirnar inn tekjum yfir 50 milljónum dala um helgina verður það einungis í fjórða skiptið í kvikmyndasögunni sem slíkur áfangi næst.