$ 0 0 Leit að bifreið og ökumanni sem fór í Ölfusá seint í gærkvöldi hefst fljótlega en undirbúningur stendur yfir. Bifreiðin fór í ána skammt frá Selfosskirkju en áin er straumhörð og djúp á þessum slóðum. Svæðið er afar erfitt til leitar.