![Hera kann vel við sig í London. Hér er hún á kaffihúsi í Crouch End. Katrín Björgvinsdóttir vinkona hennar tók myndina.]()
Hvert hlutverkið hefur rekið annað á leiklistarferli Heru Hilmarsdóttur frá því að hún útskrifaðist úr leiklistarskóla í London í fyrra. Hún hefur leikið í tveimur sjónvarpsþáttaröðum og tveimur kvikmyndum, m.a. stórmyndinni Önnu Kareninu þar sem Keira Knightley og Jude Law fara með aðalhlutverkin.