![Marine Le Pen fagnaði með stuðningsmönnum sínum í kvöld]()
Þrátt fyrir að sósíalistinn Francois Hollande virðist hafa fengið flest atkvæði í fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi þá er ekki öll nótt úti enn fyrir Nicolas Sarkozy, sitjandi forseta. Sú spurning sem brennur á flestum er - hvað gera kjósendur Marine Le-Pen, frambjóðanda Þjóðfylkingarinnar?