Nýir sjúklingar geta þurft að bíða allt upp í 7 mánuði eftir því að fá tíma hjá sérfræðingi í gigtarsjúkdómum. Biðin er aðeins styttri eða 3-4 mánuðir hjá þeim sem hafa áður hlotið greiningu. Langur biðtími getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir þá sem þjást af bólgusjúkdómum.
↧